Ég hef oft fengið þessa spurningu – hvaða kassavín er best í Ríkinu? Kassavín eru mjög stór hluti léttvína sem seld eru í vínbúðunum og skyldi engan undra – maður er að jafnaði að fá 4 flöskur á verði 3. Geymsluþolið eru þó alls ekki það sama og í flöskunum, en hér eru heldur ekki á ferðinni vín sem ætluð eru til geymslu, heldur eru þau tilbúin til neyslu. Nú stendur fyrir dyrum að gera eina allsherjar úttekt á þeim kassavínum sem eru á boðstólum í vínbúðum ÁTVR. Ég mun fá til liðs við mig nokkra „venjulega“ neytendur, þ.e. enga sérfræðinga í þetta sinn, til að skoða úrvalið og dæma í blindsmökkun. Niðurstöðurnar verða svo kynntar fljótlega hér á Vínsíðunni og besta kassavínið útnefnt.