Eitt söluhæsta vínið frá norður-Ítalíu í vínbúðunum er Banfi La Lus Albarossa og ekki að ástæðulausu. Ég hef prófað 2010 og 2011-árgangana og nú einnig 2012, sem er í sama gæðaflokki og hinir tveir. Það er auðvitað ennþá ungt, en er með góða angan af jarðarberjum, kirsuberjum, leðri og pipar, mildir eikartónar leynast á bak við. Í munninn kemur góð sýra, hæfileg tannín og góður berjakeimur, smá plómur en eftirbragðið mætti vera örlítið þéttara. Einkunn: 8,5 – góð kaup (3.159 kr).