Gewurztraminer eru yfirleitt fyrstu vínin í hverjum árgangi sem koma í sölu, yfirleitt snemma á vorin og við ættum því bráðum að fara að sjá nýja árganga í vínbúðunum. Þessi vín eru yfirleitt fremur blómleg og ávaxtakennd, jafnvel aðeins krydduð, og þau henta vel með krydduðum mat (tælenskt, indverskt og arabískt). Þessi vín eru yfirleitt ekki dýr – hægt er að fá ágæt vín á bilinu 2.500-3.000 krónur – og undanfarin ár hafa verið frekar hagstæð fyrir Gewurztraminer-þrúguna, einkum 2012, sem er sá árgangur sem nú er í hillunum. Nær öll hrein Gewurztraminer-vín í hillum Vínbúðanna koma frá Alsace í Frakklandi en eitt kemur frá Chile. Að auki eru nokkuð vín sem inni halda Gewurztraminer í blöndu með öðrum þrúgum (þekktasta dæmið líklega GTR-blandan sem er vinsæl í Ástralíu).
- Cono Sur Gewurztraminer Bicicleta 2013 – 1.927 kr
- Hugel Gerwurztraminer Alsace 2012 – 89p – 3.161 kr
- Mure Gewurztraminer Signature Alsace 2013 – 2.569 kr (2012 fær 90p)
- Pfaff Gewurztraminer Alsace 2012 – 2.590 kr
- Pierre Sparr Grande Reserve Gewurztraminer 2012 – 2.295 kr (2010 Reserve fær 87p)
- Willm Gewurztraminer Reserve Alsace 2013 – 86p – 2.999 kr