Nú líður að áramótum og ekki seinna vænna en að fara að huga að því hvaða kampavín eða freyðivín við ætlum að njóta þegar við fögnum nýju ári. Hér er stutt samantekt yfir bestu kampavínín og freyðivínín sem hægt er að nálgast í vínbúðunum. Kampavín eru auðvitað ekkert annað en freyðivín, en hafa það umfram flest önnur freyðivín að eiga sér langa hefð og geta því hugsanlega verið trygging fyrir gæðum, en það þarf oft að borga vel fyrir þá tryggingu. Kampavín má aðeins kalla freyðivín sem koma frá héraðinu Champagne í Frakklandi, en önnu frönsk freyðivín kallast Cremant. Cava koma frá Spáni, en Spumante og Prosecco koma frá Ítalíu.
Bestu kampavínín
- Taittinger Comtes de Champage – 15.998 kr – 94 stig (Wine Spectator)
- Jacquart Mosaiqie Brut – 5.989 kr – 92 stig
- Ayala Brut Nature – 4.999 kr – 91 stig
- Taittinger Brut Reserve – 5.998 kr – 91 stig
- Veuve Clicquot Brut Ponsardin – 7.598 kr – 91 stig
- Bollinger Brut Special Cuvee – 7.799 kr – 90 stig
- Drappier Brut Carte d’Or – 6.500 kr – 90 stig
- Veuve Clicquot Brut Ponsardin Rose – 8.999 kr – 90 stig
Bestu freyðivínin
- Louis de Grenelle Brut Cremant de Loire – 3.199 kr – 87 stig
- Gustave Lorentz Cremant d’Alsace Brut – 3.310 kr – 86 stig
- Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut – 2.099 kr – 86 stig
- Jacob’s Creek Sparkling Rose – 1.999 kr – 86 stig
- Piccini Prosecco – 1.1850 kr – 86 stig
- Pierre Sparr Cremant d’Alsace Brut Reserve – 2.695 kr – 86 stig
- Tosti Asti – 1.499 kr – 86 stig
- Valdo Prosecco Treviso Extra Dry – 86 stig – 2.574
Og hver eru svo bestu kaupin? Miðað við verð og gæði þá eru líklega bestu kaupin í kampavínum Ayala Brut Nature, sem kostar innan við 5.000 krónur, Jacquart Mosaiqie Brut og Taittinger Brut Reserve, sem kosta bæði innan við 6.000 krónur. Í freyðivínunum er bestu kaupin líklega fólgin í hinum áströlsku Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut og Jacob’s Creek Sparkling Rose.