Líkt og svo fjölmargir aðrir Íslendingar (og aðrir ferðamenn) á ég reglulega leið um Keflavíkurflugvöll og reyni þá auðvitað að versla aðeins í Fríhöfninni. Persónulega finnst mér áfengiskvótinn hlægilega lítill, sérstaklega miðað við önnur lönd í EES, þar sem hann er í flestum löndunum nánast ekki til og maður getur tekið með sér það sem maður getur borið (og jafnvel meira). En það er önnur saga…
Ég tek sem sagt yfirleitt með mér minn kvóta og reyni þá (líkt og alltaf) að finna þau vín sem ég held að séu best kaup í. Oftast endar þetta þó á svipaðan veg, að ég tek með vín sem ég þekki og tel mig nokkuð öruggan með. Stundum fer ein og ein ný tegund með, en ef vel á að vera er auðvitað best að undirbúa sig aðeins. Þessa helgina hafði ég t.d. allt of mikinn tíma aflögu og veðrið var ekki með besta móti, og ég tók mig því til og fletti upp öllum vínunum í Fríhöfninni í gagnagrunni tímaritsins Wine Spectator, tók þau saman í Excel-skjal ásamt því að taka saman lista yfir þau vín sem mér sýnist að séu bestu kaupin. Svo er bara að skrifa hjá það sem maður vill kaupa, nú eða bara prenta út innkaupalistann!
Gjörið svo vel!
Bestu kaupin í Fríhöfninni | ||
Vínin í Fríhöfninni |