Loksins!

Já, IMG_1651loksins tókst mér að ná í fleiri flöskur af Altano Douro 2011.  Ég var búinn að fara þrisvar sinnum í Heiðrúnu en alltaf var vínið uppselt, og ljóst að íslenskir vínunnendur hafa tekið þessu víni afar vel, eins og það á skilið.  Vínið fær 91 punkt hjá Wine Spectator og kostar ekki nema 1.998 krónur – tvímælalaust bestu kaupin í vínbúðunum í dag.  Ég smellti mér á einn kassa og á því góðan lager af þessu frábæra víni – mæli hiklaust með því að þið gerið slíkt hið sama!
Annars hefur þurrkurinn haldið áfram í vínsmökkunum hjá mér og fátt nýtt verið prófað síðustu vikur.  Það styttist þó í sumarfrí og vonandi hægt að bæta eitthvað úr ástandinu á næstu vikum.  Svo er grilltímabilið líka hafið og því kominn tími á að taka fyrir kassavínin sem okkur standa til boða…

Vinir á Facebook