Og vín ársins er…

…ekki það sem ég átt von á!  Nei, þeir komu mér (og sennilega fleiri á óvart) með valinu á víni ársins.  Það er spánverji sem hirti titilinn í ár, og vínið er meira að segja frá árinu 2004.
Cune-imperial-gran-reserva-2004
Vín ársins er Cune Rioja Imperial Gran Reserva 2004 (Rioja, Spánn) – 95 stig, $63, 4.000 kassar framleiddir.  Þetta vín er ekki fáanlegt hér á landi (ekki frekar en fyrri daginn) en hins vegar eru nokkur önnur vín frá Cune í hillum vínbúðanna.  Í Svíþjóð er hægt að nálgast 2005-árganginn, og ég verð eiginlega að segja að mér finnst þetta dálítið svindl – vín ársins er ekki einu sinni það nýjasta fáanlega!
Önnur vín frá Cune sem fáanleg eru hér á landi eru:

  • Cune Rioja Gran Reserva 2006 – 89 stig,3.899 kr
  • Cune Rioja Crianza 2008 – 84 stig, 2.299 kr
  • Cune Rioja Reserva 2008 – 86 stig, 2.999 kr
  • Cune Rioja Rosada 2012 – 84 stig, 1.899 kr

Þá er bara að bíða eftir topp-100 listanum á mánudaginn…

Vinir á Facebook