Líkt og svo margir aðrir íslendingar þá á ég stundum leið um Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli. Það var auðvitað framför á sínum tíma þegar áfengiskvótinn var aukinn, en hins vegar er hann fáránlega lítill, a.m.k. ef maður miðar við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar (í Svíþjóð var kvótinn í raun það sem maður gat borið, eða það sem komst í bílinn, ef maður var að koma yfir brúna frá Danmörku). Að sjálfsögðu notar maður tækifærið og fyllir á lagerinn þegar maður á leið um Fríhöfnina, en spurningin er auðvitað: Hver eru bestu kaupin?
Ég gerði smá samantekt yfir góð kaup í rauðvínum, þar sem viðmiðin voru vín nálægt 2.000 krónum:
- Perrin Côtes du Rhône-Villages 1.849 kr (2010 88, 2009 89)
- Gerard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2.099 kr (2010 88)
- Peter Lehmann Clancy’s 2.029 (2009 90 2010 89 2008 87)
- Valiano Chianti Classico 2.059 (2008 88 2009 88)
- Antinori Santa Cristina 1.399 (2011 88)
- E. Guigal Cotes du Rhone 1.899 (2009 88 2007 87)
- Torres Ribera del Duero Celeste 2.169 (2010 91, aðrar árgangar verri)
- Rosemount Shiraz 1.599 (2010 89 2011 86)
- Beronia Rioja Crianza 1.539 (2008 og 2009 87)
- Columbia Crest Grand Estate Merlot 2.029 (2009 89)
- Jacob’s Creek Shiraz Reserve 2.099 (2010 89 2008 86)
- Catena Zapata Malbec 2.069 (2010 89 2009 91)
- Peter Lehmann futures 2.099 (2010 90)