Ég missti eiginlega af þessari frétt um daginn, þegar Vínþjónasamtökin kynntu þau vín sem hlutu Gyllta glasið árið 2013. Hér er fréttatilkynning samtakanna:
„Keppnin um Gyllta Glasið 2013 var haldin í 13 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands.Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 13-14 maí.
Í ár fékk hinn almenni neytandi að sitja í dómnefnd og smakka vínin með færustu smökkurum landsins, vínþjónum, vínrýnum, fagmönnum og öðrum sérvöldum smjattpöttum. Alls voru það 36 manns sem smökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var Alba E H Hough vínþjónn ásamt sérlegri aðstoðarkonu sinni Sigrúnu Þormóðsdóttir.
Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var mjög góð en alls skiluðu sér 97 vín til leiks frá 10 vínbirgjum.
10 hvítvín og 10 rauðvín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2013. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2013
Hvítvín – Verð – Vínbirgi
Í ár fékk hinn almenni neytandi að sitja í dómnefnd og smakka vínin með færustu smökkurum landsins, vínþjónum, vínrýnum, fagmönnum og öðrum sérvöldum smjattpöttum. Alls voru það 36 manns sem smökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var Alba E H Hough vínþjónn ásamt sérlegri aðstoðarkonu sinni Sigrúnu Þormóðsdóttir.
Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var mjög góð en alls skiluðu sér 97 vín til leiks frá 10 vínbirgjum.
10 hvítvín og 10 rauðvín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2013. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2013
Hvítvín – Verð – Vínbirgi
- Bourgogne Cote Chalonnaise 2011 – 2.740 kr – Vínekran
- Dopff & Irion Gewurztraminer 2011 – 2.999 kr – Ölgerðin
- Jacob´s Creek Winemakers Reserva Chardonnay 2011 – 2.999 kr – Mekka
- Marques de Casa Concha Chardonnay 2009 – 2.999 kr – Mekka
- Montes Alpha Chardonnay 2012 – 2.999 kr – Globus
- Spy Valley Sauvignon Blanc 2011 – 2.490 kr – Vífilfell
- Trimbach Riesling 2011 – 2.698 kr – Globus
- Trivento Golden Reserve Chardonnay 2011 – 2.999 kr – Globus
- Vicars´s Choice Riesling 2009 – 2.499 kr – Haugen
- Willm Pinot Gris Reserve 2011 – 2.750 kr – Haugen
Rauðvín:
- Chateau La Sauvageonne Cuvée Pica Broca 2010 – 2.999 kr – Globus
- Chateau Lamothe Vincent Héritage 2010 – 2.690 kr – Haugen
- Gerard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2010 – 2.999 kr – Globus
- Pujol La Montadella 2006 – 2.889 kr – Vínekran
- Quinta Dos Quatro Ventos 2009 – 3.199 kr – Vistir
- Tenuta Sant´Antonio Monti Garbi Ripasso 2010 – 2.999 kr – Globus
- Trivento Golden Reserve Malbec 2011 – 2.999 kr – Globus
- Trivento Golden Reserve Syrah 2011 – 2.999 kr – Globus
- Vina Maipo Gran Devoción Syrah/Viognier 2011 – 2.799 kr – Karl K Karlsson
- Zorzal Grand Terroir Cabernet Sauvignon-Malbec 2010 – 2.999 kr – Vífilfell
Alls koma 1 hvítvín og 3 rauðvín frá Argentínu, 2 hvítvín og 1 rauðvín frá Chile, 1 rauðvín frá Ítalíu, 1 hvítvín frá Ástralíu, 4 hvítvín og 4 rauðvín frá Frakklandi, 1 rauðvín frá Portúgal og 2 hvítvín frá Nýja-Sjálandi. Frakkland kemur því vel út úr keppninni í ár en ég get samt alveg mælt með megninu af þessum vínum sem fengu Gyllta glasið í ár (þarf að prófa þetta Maipo-vín áður en ég mæli með því í ljósi þess að önnur Vina Maipo sem ég hef prófað hafa valdið vonbrigðum).