Í nýlegu eintaki af Wine Spectator er farið yfir 2010-árganginn af Bordeaux-vínum og birtir dómar á yfir 1000 vínum. Undanfarinn áratugur hefur verið nokkuð góður í Bordeaux (að 2002 og 2007 undanskildum) og verðið rokið upp að sama skapi. Hér að neðan er smá upptalning á 2010-árgangi þeirra vína sem hafa verið fáanleg hér á landi. Athugið að yfirleitt eru aðrir árgangar í hillum ÁTVR, en þá má gefa sér að allir oddatöluárgangar séu góðir (nema 2007), ásamt 2000 og 2010. Í raun eru slétttöluárgangarnir ekkert lélegir – hinir eru bara svo miklu betri.
Chateau Beaumont Haut-Medoc 2010 – 88p – 3.775 kr
Chateau Bonnet Reserve 2010 – 88p – 2.495 kr
Chateau Brane Cantenac Margaux 2010 – 93p – 11.375 kr
Chateau Cantenac Brown Margaux 2010 – 92p – 10.999 kr
Chateau Carbonnieux Pessac-Leognan 2010 – 91p – 8.785 kr
Chateau Clerc Milon Pauillac 2010 – 94p – 9.998 kr
Chateau Clinet Pomerol 2010 – 95p – 13.094 kr
Chateau Coucheroy Pessac-Leognan 2010 – 89p – 2.950 kr
Chateau d’Agassac Haut-Medoc 2010 – 90p – 4.398 kr
Chateau d’Issan Margaux 2010 – 91p – 15.745 kr
Chateau Ducru-Beaucaillou St.-Julien 2010 – 97p – 17.999 kr
Chateau Durfort-Vivens Margaux 2010 – 91p – 7.998 kr
Chateau La Pointe Pomerol 2010 – 90p – 9.645 kr
Chateau Lafont Menaut Pessac-Leognan 2010 – 91p – 4.398 kr
Chateau Latour Pauillac 2010 – 99p – 127.757 kr
Chateau Margaux Margaux 2010 – 98p – 102.345 kr
Chateau Monbousquet St.-Emilion 2010 – 95p – 10.975 kr
Chateau Palmer Margaux 2010 – 96p – 37.720 kr
Chateau Pibran Pauillac 2010 – 92p – 6.999 kr
Chateau Teyssier St.-Emilion 2010 – 89p – 5.499 kr
Chateau Mouton-Rothschild Le Petit Mouton Pauillac 2010 – 91p – 14.999 kr
Vieux Château Certan Pomerol 2010 – 98p – 17.375 kr
Rauðvín frá Bordeaux er almennt dýr, en líklega eru bestu kaupin í vínum frá Pessac-Leognan og St.-Emilion, en Pauillac og Margaux eru fulldýr fyrir minn smekk.