Fyrir rúmum áratug áður en ég flutti úr landi gat maður ávallt gengið að ákveðnum gæðavínum í vínbúðum ÁTVR. Ef maður vildi gera sér góðan dag var alltaf hægt að kaupa góð vín frá Penfolds á borð við Bin 389 eða Bin 407, að ekki sé minnst á Koonunga Hill – bæði rautt og hvítt. Nú sjást engin vín frá Penfolds í hillunum? Alltaf gat maður gengið að góðum Beringer-vínum, bæði Cabernet Sauvignon og Chardonnay, og ef maður tímdi því þá var meira að segja hægt að nálgast þessi vín í Private Reserve-línunni. Nú fást aðeins Stone Cellars Cabernet og Sauvignon Blanc í Napa Valley og Founders Estate-línunni. Það fást enn vín frá Rosemount í vínbúðunum, en bara í diamond-línunni (ódýrasta línan). Hvar eru GSM, Traditional og Show Reserve? Hvar eru amerísku vínin? Áströlsku vínin? Er þetta nýja stefnan hjá ÁTVR, hafa innflytjendur þessara vína misst umboðin eða aðgang að vínunum eða vilja neytendur ekki kaupa þessi vín? Kannski er það hið síðastnefnda því það er varla þverfótað fyrir ódýrum vínum frá Chile og Spáni í vínbúðunum. Eða urðu þau bara of dýr?