Líkt og í sænsku vínbúðunum samanstendur úrvalið einkum af ódýrum vínum. Yfirleitt er ekki mikið varið í þessi vín en mörg þeirra seljast þó nógu vel til að haldast inni í kjarna úrvalsins. Ég ákvað að fletta upp rauðvínum undir 1.600 krónum í víndómasafni Wine Spectator. Mörg af þessum ódýru vínum rata sjaldnast inn á síður tímaritsins en þó var hægt að finna nokkra nýlega dóma (og nokkra gamla). Flest vínin voru að fá 80-82 stig og því ekki hægt að mæla með þeim við nokkurn mann. Hins vegar voru nokkur sem stóðu upp úr, ýmist vegna þess að vínin sjálf höfðu fengið góða dóma eða vegna þess að önnur vín sömu framleiðenda (í sama verðflokki) voru að fá almennt góða dóma:
- La Granja 360 Tempranillo Garnacha – 1.595 kr.
- Cono Sur Tocornal Cabernet Sauvignon Merlot – 1.599 kr.
- Da Vinci Monna Lisa Vino Rosso d’Italia – 1.599 kr.
- Castellani Chianti – 1.599 kr.
- Trivento Mixtus Cabernet Merlot – 1.499 kr.
Kannski maður prófi eitthvað af þessu á næstunni?