Nú styttist í áramótin og á morgun er síðasti opnunardagur vínbúða ÁTVR. Það fer því hver að verða síðastur að versla kampavín fyrir áramótin. Í gær var hér lítil samantekt um nokkur freyðivín sem fást í vínbúðunum og hér er listi yfir kampavín (undir 10.000 kr) sem fást í vínbúðunum. Vínunum er raðað í þeirri röð sem ég tel vera bestu kaupin þegar litið er á bæði verð og gæði (einkunn frá Wine Spectator).
- G.H. Mumm Brut Cordon Rouge NV – 92p / 5.999 kr
- Bollinger Brut Special Cuvee NV – 94p / 7.799 kr
- Ayala Brut Nature NV – 90p / 5.999 kr
- Veuve Clicquot Brut NV – 92p / 7.299 kr
- Moët & Chandon Brut Imperial NV – 92p / 7.399 kr
- Taittinger Sec Nocturne NV – 89p / 6.298 kr
- Taittinger Brut Reserve NV – 5.989 kr
- G.H. Mumm Demi-Sec NV – 88p / 6.799 kr
- Laurent-Perrier Brut Rosé Cuvee NV – 91p / 8.699 kr
- Veuve Clicquot Brut Rosé NV – 90p / 8.999 kr
Næsti pistill verður væntanlega samantekt yfir árið 2012 og útnefning á Víni Ársins.