Senn líður að því að tímaritið Wine Spectator útnefnið vín ársins, líkt og það hefur gert í mörg ár. Mér hefur alltaf þótt þetta spennandi viðburður og fylgst vel með til að sjá hvort hægt sé að koma höndum yfir eitthvað af þessum vínum. Það er ekki oft að maður nær í vín á topp 10, hvað þá eitt af allra efstu vínunum, en stundum kemur það þó fyrir, og ég á í kælinum nokkrar flöskur sem áður hafa ratað inn á topp 10.
Niðurtalningin hefst næstkomandi miðvikudag og á föstudag verður svo tilkynnt um vín ársins. Topp 100-listinn verður svo birtur í heild sinni á mánudeginum 19. nóvember.
Að venju verður fylgst með niðurtalningunni hér á Vínsíðunni!