Í nýjasta eintaki Decanter er fjallað um 2010-árganginn frá Chablis, nánar tiltekið Premier Cru-vín. Árgangurinn þykur mjög góður og sem dæmi um það má nefna að af 182 vínum fengu 7 fimm stjörnur (af 5 mögulegum), 58 fengu fjórar stjörnur og 97 fengu þrjár.
Af þeim premier cru Chablis sem fáanleg eru í Vínbúðum ÁTVR fær Domaine William Fevre Fourchaume 18,56 stig (af 20) og 5 stjörnur! Domaine des Malandes Vaudevey 16,63 stig af 20 mögulegum (4 stjörnur) og flokkast undir góð kaup. La Chablisienne á nokkur vín sem fá 4 stjörnur, en því miður er Fourchaume ekki með á lista Decanter (flest Fourchaume-vín fá þó góða einkunn og því líklegt að La Chablisienne Fourchaume sé nokkuð skothelt).
Þess má að lokum geta að William Fevre, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, á nokkur önnur premier cru vín sem öll fá 4 stjörnur og ég leyfi mér því að halda því fram það séu án efa góð kaup í „venjulegu“ chablis frá Fevre, en tvö slík fást í Vínbúðum ÁTVR, þar af annað á innan við 3.000 krónur…