Ég verð víst að viðurkenna að ég hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa pistla á Vínsíðuna að undanförnu. Ég er reyndar með nokkra pistla í vinnslu en þeir eru ekki alveg tilbúnir. Ég villtist inn á heimasíðu ÁTVR í morgun í því skyni að reyna að sjá hvort þar væru einhverjar nýjungar á ferðinni. Það virðist hins vegar vera ómögulegt að sjá það á síðunni, og ekki er vörulistinn aðgengilegur á rafrænu formi (pdf, excel eða öðru slíku). Ég rak hins vegar augun í sölutölur fyrir árið 2011 og rýndi aðeins í þær.
Mest seldu vínin í ríkinu árið 2011 voru:
Rauðvín:
- Kassavín – Drostdy Hof Cape Red (30.050 kassar)
- Smáflöskur – Faustino VII (26.652 flöskur)
- Argentína – Trivento Mixtus Cabernet Merlot (19.334 flöskur)
- Chile – Frontera Cabernet Sauvignon (23.998 flöskur)
- S-Afríka – Thorntree Shiraz (9.864 flöskur)
- Ástralía – Yellow Tail Merlto (5.465 flöskur)
- Nýja-Sjáland – Vicar’s Choice Pinot Noir (1.117 flöskur)
- Frakkland – J.P. Chenet Cabernet Syrah (7.286 flöskur)
- Frakkland/Bordeaux – La Grande Chapelle Merlot (4.564 flöskur)
- Frakkland/Bourgogne – Joseph Drouhin Laforet Pinot Noir (3.839 flöskur)
- Frakkland/Rhone – E. Guigal Cotes du Rhone (7.853 flöskur)
- Ítalía – Kasaura Montepulciano d’Abruzzo (8.729 flöskur)
- Ítalía/N-Ítalía – Tommasi Romeo (8.820 flöskur)
- Ítalía/Toscana – Mamma Piccino Rosso di Toscana (34.454 flöskur)
- Ítalía/Piemonte – Fratelli Alessandria Barbera d’Alba (656 flöskur)
- Ítalía/Veneto – Tommasi Le Prunée Merlot (7.763 flöskur)
- Ítalía/Sikiley – Montalto Organic Nero d’Avola (5.664 flöskur)
- Ítalía/Puglia – Lamadoro Primitivo (11.448 flöskur)
- Spánn – Crin Roja Tempranillo (18.076 flöskur)
- Spánn/Rioja – Campo Viejo Crianza (23.864 flöskur)
- Spánn/Katalónía – Ramon Roqueta Tempranillo-Cabernet Reserva (7.033 flöskur)
- Portúgal – Primavera Bairrada Reserva (3.930 flöskur)
- BNA/Washington – Columbia Crest Grand Estates Merlot (2.509 flöskur)
- BNA/Kalifornía – Beringer Stone Cellars Cabernet Sauvignon (3.942 flöskur)
Hvítvín
- Kassavín – Moselland Riesling Kabinett (26.039 kassar)
- Smáflöskur – J.P. Chenet Medium Sweed (28.462 flöskur)
- BNA/Kalifornía – Turning Leaf Chardonnay (2.472 flöskur)
- BNA/Napa, Sonoma – Beringer Napa Valley Sauvignon Blanc (2.587 flöskur)
- BNA/Oregon, Washington – Chateau Ste. Michelle Riesling (892 flöskur)
- Chile – Vina Maipo Sauvignon Blanc Chardonnay (24.952 flöskur)
- S-Afríka – Thorntree Chardonnay (10.712 flöskur)
- Ástralía – Rosemount GTR (33.762 flöskur)
- N-Sjáland – Vicar’s Choice Sauvignon Blanc (6.658 flöskur)
- Frakkland – J.P. Chenet Medium Sweet (13.691 flaska)
- Frakkland/Bordeaux – La Grande Chapelle Sauvignon-Semillon (906 flöskur)
- Frakkland/Bourgogne – La Chablisienne Petit Chablis (5.261 flaska)
- Frakkland/Alsace – Pfaffenheim Pinot Gris (3.591 flaska)
- Frakkland/Loire – Domaine La Moriniere Chardonnay (5.189 flöskur)
- Ítalía – Villa Lucia Pinot Grigio (20.769 flöskur)
- Spánn – El Coto Rioja (26.507 flöskur)
- Þýskaland – Moselland Ars Vitis Riesling (52.558 flöskur)
- Austurríki – Fisher Classic Gruner Veltliner (1.086 flöskur)
- Argentína – Trivento Mixtus Chardonnay (17.961 flaska)
Rósavín
- Kassavín, stærri flöskur – Carlo Rossi California Rose (13.564 flöskur)
- Roðavín, blush – Carlo Rossi California Rose (9.370 flöskur)
- Önnur – Mateus (4.255 flöskur)
Freyðvín
- Kampavín – Veuve Clicquot Ponsardin Brut (2.250 flöskur)
- Asti – Tosti Asti (9.807 flöskur)
- Önnur – Santero Moscato Spumante (16.201 flaska)
Púrtvín
- Tawny – Graham’s Fine Tawny (1.745 flöskur)
- Ruby – Osborne Ruby (3.852 flöskur)
- Árgangspúrtvín – Osborne LBV (1.162 flöskur)
Mest selda rauðvínið á Íslandi árið 2011 í flöskum talið var Mamma Piccino Rosso di Toscana, en í lítrum talið var það Drostdy Hof Cape Red. Mest selda hvítvínið á Íslandi árið 2011 í flöskum talið var Moselland Ars Vitis Riesling, en í lítrum talið var það Moselland Riesling Kabinett.
Öll eru þessi vín í ódýrari kantinum, eins og gefur að skilja. Drostdy Hof þekki ég vel en hin þekki ég minna. Þar sem ég verð staddur á Íslandi um páskana ætti ég kannski að nota tækifærið og prófa…