Jólum og öðru helgihaldi fylgja ýmsir siðir og eitt af því sem við njótum nú í meira mæli en áður er jólabjór. Undanfarin ár hefur hlutfall jólabjórs verið um 15% af heildarsölu bjórs á þeim tíma sem hann hefur verið í sölu (15. nóv til 31. des) – rúmlega 330.000 lítrar seldust í fyrra. Jólabjórinn kemur í vínbúðirnar á þriðjudaginn en ÁTVR er auðvitað ekkert á því að láta okkur vita fyrirfram hvaða tegundir verða á boðstólum, heldur nægir þeim að nefna að það verða 15-20 tegundir í sölu, líkt og í fyrra.
Hér í Svíþjóð kemur jólabjórinn í búðir á mánudaginn en nú þegar má sjá hvaða tegundir verða í boði, hvað sé fáanlegt í hverri búð og meira að segja hversu mikið er til að hverri tegund í búðunum! Í ár er einn íslenskur jólabjór fáanlegur í almennri sölu – Jólabjór frá Brugghúsinu Ölvisholti. Hann verður meira að segja fáanlegur í vínbúðinni minni!