Nú er ég kominn í helgarfrí og það styttist í sumarfrí – aðeins tvær vikur eftir! Helginni var fagnað í gær með grilli og tilheyrandi – grilluð svínarif með grillsósunni minni og öðru meðlæti, namm! Með þessu drukkum við Seghesio Zinfandel 2009 og það verður að segjast eins og er, að þó að vínið hafi verið firna gott þá passaði það auðvitað engan veginn með svona mat en naut sín miklu betur eftirá. Þessi árgangur er ekki alveg jafn góður og hið magnaða 2007 en engu að síður mjög gott vín – Einkunn: 8,5 – Góð Kaup!
Ég opnaði líka Dr. Loosen riesling 2010, létt og þægilegt vín eins og þýsk riesling eiga að vera, kannski aðeins of grösugt í bragði en engu að síður góð kaup (kostar aðeins um 70 SEK). Það passaði a.m.k. vel með eftirréttinum sem voru ber með vanillurjóma.