Þá er fyrsta húsvínið uppurið og leit hafin að því næsta. Við erum mjög ánægð með bæða Bolgarello og Campo Viejo en langar samt aðeins að breyta til. Við skruppum því í vínbúðina í gær og keyptum nokkra nýja kandidata – Lindemans Bin 40 Merlot 2010, Lindemans Bin 50 Shiraz 2010 og Casillero del Diablo Carmenere 2010. Hvítvínið er eiginlega sjálfgefið, því Leth Grüner Veltliner 2010 er í miklu uppáhaldi hjá mér núna, enda ákaflega gott vín fyrir lítinn pening.
Ég keypti líka tvær Seghesio Zinfandel 2009 og stakk í kælinn, því Seghesioinn er mjög góður í ár.
Nú er midsommar hér í Svíþjóð og allir að fara að skemmta sér – góða helgi!