d'Arenberg

Fyrirtækið Vín og Matur hefur undanfarin ár flutt inn mörg áhugaverð og spennandi vín.  Þar á meðal eru vínin frá hinum ástralska d’Arenberg, sem framleiðir fyrirtaks vín og selur á góðu verði.  Ég veitti þessum vínum fyrst athygli fyrir u.þ.b. tíu árum, og það voru hin frumlegu nöfn sem vöktu forvitni mína á þessum vínum.  Þá voru þau ófáanleg á Íslandi og því miður var ég fluttur út til Svíþjóðar þegar þau fóru að fást á Íslandi.  Það var fyrst eftir að ég flutti til Uppsala að ég komst í tæri við þessi vín, og þá fyrst The Stump Jump )Shiraz) og Hermit Crab (Viognier, Marsanne).  Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum með vínin (sjá umsagnir annars staðar á Vínsíðunni) en því miður hafa þau ekki enn komið í almenna sölu hér í Svíþjóð fyrr en nú, og enn sem komið er eru aðeins 3 vín til í almennri sölu, þar af 2 sem aðeins fást í fáum, útvöldum verslunum.  Hér í Uppsölum er aðeins The Hermit Crab fáanlegt (99 SEK).  Mörg önnur vín er þó hægt að panta og vonandi er einnig hægt að nálgast þau á Íslandi, þó svo að þau komi ekki fram á heimasíðu ÁTVR.
Hér eru nokkur dæmi um vín frá d’Arenberg:
Rauðvín:

  • The Stump Jump (Grenache Shiraz Mourvedre) – 2008-árgangurinn fær 90 punkta í Wine Spectator.
  • The Laughing Magpie (Shiraz Viognier) – 2008-árgangurinn fær 85 punkta í WS.
  • The Footbolt (Shiraz) – 2008-árgangurinn fær 89 punkta í WS.
  • The Dead Arm (Shiraz)
  • The High Trellis (Cabernet Sauvignon) – 2008-árgangurinn fær 86 punkta í WS.

Hvítvín:

  • The Hermit Crab (Viognier Marsanne) – 2009-árgangurinn fær 90 punkta í WS!
  • The Stump Jump White (Riesling, Marsanne, Sauvignon Blanc) – 2009-árgangurinn fær 87 punkta í WS.
  • The Stump Jump (Riesling) – 2009-árgangurinn fær 88 punkta í WS.
  • The Money Spider (Roussanne) – 2009-árgangurinn fær 89 punkta í WS.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau vín sem fáanleg eru frá d’Arenberg og forvitnum er bent á að kíkja á heimasíðu fyrirtækisins.

Vinir á Facebook