Húsvínið

Þá er ég búinn að prófa alla húsvínskandidatana og ég verð að segja að ég var nokkuð ánægður með öll vínin.  Briccotondo hafði kannski fullmikið hrat í bragðinu en það hefur góðan karakter og er í góðu jafnvægi.  Gott vín fyrir lítinn pening.  Guðrún og nágrannarnir voru hins vegar hrifnari að Bolgarello sem var aðeins mýkra, með meiri ávöxt en einnig í góðu jafnvægi og vel samsett.  Campo Viejo hefur kannski aðeins of mikla sýru en það er ekkert að skemma fyrir víninu, ekki of mikið eikarbragð og þokkalegt eftirbragð.
Niðurstaðan er því líklega sú að Poggio al Tesoro Bolgarello 2009 verður fyrir valinu sem fyrsta húsvínið okkar! (ég kannski tek líka nokkrar Campo Viejo með!)

Vinir á Facebook