Casillero del Diablo Merlot prófaði ég fyrst fyrir rúmum 10 árum síðan, þegar ég smakkaði 1997-árganginn. Það var slíkt fyrirtaks vín að ég féll strax fyrir því og hef (að ég held) smakkað hvern einasta árgang síðan þá.
Í kvöld bauð tengdó upp á 2009-árganginn og hann stendur vel fyrir sínu. Unglegt að sjá, ekki mikil dýpt en góður ilmur af berjum, hvítum pipar og vott af leðri laumast upp úr glasinu. Vínið er dálítið tannískt, skortir kannski aðeins upp á sýruna en þó sæmilegasta jafnvægi. Eftirbragðið í styttra lagi. Fyrirtaksvín til að njóta á góðu kvöldi. Einkunn: 6,5 – Góð Kaup!