Það fer sífellt minna fyrir Beaujolais Nouveau með hverju árinu. Liðnir eru þeir tímar þegar vínið var flutt með einkaþotu til landsins og opnað með pompi og prakt á helstu veitingahúsum Reykjavíkurborgar (og annarra borga víðs vegar um heiminn). Flestir eru búnir að átta sig á því að þetta er ekkert merkilegt vín og það hefur nákvæmlega ekkert að segja um uppskeru ársins, hvort hún verði góð eða slæm. Þetta eru mjög sýrurík vín með miklu berjabragði og varla hægt að halda því fram að þau séu góð borðvín – eiginlega passa þau ekki með neinu (nema kannski kalkún á Þakkargjörðardegi?). Það eru liðin nokkur ár síðan ég prófaði þetta vín síðast og sannast sagna þá sakna ég þess ekki neitt.
Fyrir þá sem þrátt fyrir allt vilja prófa er helst að benda á vínið frá George Duboeuf.