Um helgina opnaði ég eina Jules Muller Gewurztraminer Réserve Alsace 2008 og hún kom mér þægilega á óvart. Þetta er fallega gult vín með góðri angan af apríkósum, fläder (man ekki hvað það heitir á íslensku) og vott af hnetum sem kemur aðeins betur fram í bragðinu. Vínið er aðeins sætara en ég bjóst við af þessari þrúgu, apríkósan áberandi ásamt áðurnefndu fläder-blómi. Smellpassar við lax og aðra fiskrétti. Einkunn: 7,0 – Góð Kaup.