Já, nú er ég kominn í vikulangt frí, langþráð því að síðasta frí hjá mér fór eiginlega fyrir bí vegna veikinda. Nú er ætlunin að slaka á í faðmi fjölskyldunnar – fara á skauta, moka snjó, fara í bíó með dæturnar, moka snjó, elda góðan mat og njóta góðra vína og síðast en ekki síst – moka meiri snjó! Það er nefnilega allt á kafi í snjó hérna hjá mér, snjódýptin um hálfur metri og von á meira nú um helgina! Ég held að ég haldi því áfram með svona slow-food tilraunir líkt og um síðustu helgi, ásamt því að elda hlýjan vetrarmat. Vínkælarnir eru líka í mjög góðu ástandi og þar er ýmislegt sem hægt er að taka fram og dreypa á.