Í gær fengum við okkur sushi og með því prófuðum við Fournier Pouilly-Fumé 2008. Þetta vín er (eins og önnur P-F) frá Loire í Frakklandi og gert úr Sauvignon Blanc. Það er ljósgult, unglegt að sjá. Í nefið koma sítrusávextir og stikilsber, ásamt vott af eik. Í munni er það frekar þurrt, sæmileg fylling og þokkalegt eftirbragð. Einkunn: 7,0. Passaði samt ekki alveg nógu vel við sushið, en við vorum meira á því að það hefði verið sushið sem var ekki nógu gott – sennilega hafa þeim verið eitthvað mislagðar hendur kokkunum.