Árið 2007 var einstaklega gott í hinu franska Alsace, líkt og nánast allur síðasti áratugur, og árgangurinn einn sá besti í tæp 20 ár. Vínframleiðendur höfðu þó áhyggjur um vorið, því það var eitt hið heitasta og þurrasta i áraraðir. Hlýindin héldu áfram um sumarið, en með hæfilegri úrkomu svo að vaxtarskilyrði voru eins og best verður á kosið. Haustið bar einnig með sér hagstæð skilyrði og kom í veg fyrir að þrúgurnar þroskuðust of hratt eða of mikið. Botrytis cinerea (eðalmyglusveppurinn) fékk einnig hagstæðar aðstæður í lok september og niðurstaða ársins 2007 voru því mjög góð vín, hvort sem um er að ræða þurr eða sætvín.
Helstu þrúgurnar í Alsace eru Riesling, Gewürztraminer, Pinot Gris og Muscat, en Pinot Blanc, Pinot Auxerrois og Sylvaner eru einnig ræktaðar í töluverðu magni. Flest vínin eru einnar þrúgu vín (single-variety), en blöndur koma þó einnig fyrir. Þá eru einnig framleidd freyðvín sem nefnast crémant.
Í Alsace eru 51 vínekra sem flokkast undir Grand Cru og á vínum þaðan stendur „Appellation Alsace Grand Cru Contrôlée“ á flöskumiðanum, ásamt nafni vínekrunnar og stundum bæjarnafninu. Önnur vín flokkast sem „Appellation Alsace Contrôlée.“ Þau eru oft blöndur frá nokkrum vínekrum og bæjum og hafa stundum sérstök cuvée-heiti. Sum eru þó frá tilteknum vínekrum (þó ekki Grand Cru) og bera þá oft heiti bæjarins á flöskumiðanum.
Flest Alsace-vín eru þurr, en margir framleiðendur búa oft til sætari vín, sem þá kallast Vendange Tardive (sein uppskera eða late harvest) eða Sélection de Grains Noble (útvaldar eðalþrúgur, sætvín). Þessi vín koma yfirleitt ári á eftir þurru vínunum á markað. VT-vínin geta verið allt frá hálf-sæt til sæt, en SGN eru alltaf sæt.
Við stutta leit á heimasíðu ÁTVR sá ég að eftirfarandi Alsace-vín eru meðal annarra fáanleg í vínbúðum ÁTVR:
Trimbach Pinot Gris Reserve 2005 (89 punktar) – 2.922 krónur
Willm Gewurztraminer Reserve 2008 (84 punktar) – 2.690 krónur
Willm Riesling Reserve 2008 (87 punktar) – 2.390 krónur
Við svipaða leit í systembolaget sá ég þar fást m.a. eftirfarandi vín:
Trimbach Riesling 2007 (nr 2639) (91 punktur) – 115 SEK
Riesling Hugel 2007 (nr 12191) (87 punktar) – 129 SEK
Dopff & Irion Riesling 2007 (nr 2173) (88 punktar) – 84 SEK
Gustave Lorentz Riesling Réserve 2008 (nr 22257) (84 punktar) – 89 SEK
Gustave Lorentz Gewurztraminer Réserve 2008 (nr 5244) (87 punktar) – 89 SEK
Þá fást m.a. eftirfarandi vín á pöntunarlistanum:
Domaine Ostertag Riesling Vignobles d’E 2007 (nr 73188) (90 punktar)- 149 SEK
Schlumberger Pinot Gris Les Princes Abbés 2007 (nr 86860) (90 punktar) – 139 SEK
Að lokum fylgir hér árgangstafla Wine Spectator fyrir Alsace:
Árgangur | Einkunn | Drekka/Geyma |
---|---|---|
2007 |
95
|
Drekka/Geyma
|
2006 |
89
|
Drekka
|
2005 |
94
|
Drekka/Geyma
|
2004 |
92
|
Drekka/Geyma
|
2003 |
88
|
Drekka/Geyma
|
2002 |
92
|
Drekka/Geyma
|
2001 |
94
|
Drekka/Geyma
|
2000 |
93
|
Drekka/Geyma
|