Í kvöld eldaði ég nautalund á hefðbundinn hátt (salt og pipar, skorin í tommuþykkar sneiðar, steikt á vel heitri pönnu í 3-4 mín á hvorri hlið, rauðvínssósa, kartöflur og salat með) sem tókst einstaklega vel, sennilega vegna þess hve hráefnið var gott. Við keyptum nefnilega fjórðung úr nauti af bónda hér í nágrenninu (hef reyndar ekki hugmynd um hvar, en þetta er Uppsala-naut!) og þetta er einstaklega gott kjöt. Með þessu drukkum við Seghesio Zinfandel 2007, og það þarf kannski ekki að hafa mörg orð um það, því ég hef oft fjallað um þetta vín og það á allt hrós skilið. Því miður á ég bara 2 flöskur eftir, en skv. heimasíðu Systembolaget þá eru 17 flöskur eftir í Uppsala…