Í kvöld ætlum við að skreppa yfir til Keizarans og hita aðeins upp fyrir jólin. Við ætlum að hafa sænskan jólamat – kjötbollur, prinskorv (litar pylsur), hrökkbrauð og annað sem telst ómissandi á sænska jólaborðinu. Til að þetta verði nú svolítið jólalegt þá verðum við líka með íslenskt hangikjöt með grænum baunum, kartöflum og uppstúf! Það er auðvitað ekkert vín sem ræður við þessa samsetningu, þannig að líklega verður bara sænskur jólabjór á boðstólum (kannski ekkert „bara“ við sænskan jólabjór, því hann er bara nokkuð góður!).
Ég er líka stútfullur af kvefi, þannig að réttast er að láta góðu vínin eiga sig um helgina!