Já, það er sko óhætt að segja að það er margt á topp-100 lista Wine Spectator sem kemur á óvart í ár. Til að mynda er nokkuð mikið um s.k. budget-vín en fjarvera stóru boltanna er líka mjög áberandi. Formlega hefst niðurtalningin nú á miðvikudaginn en ég er þegar búinn að komast yfir listann og ætla að reyna að panta mér eitthvað í fyrramálið áður en fjandinn verður laus!
Í stuttu máli má segja að Toscana, Washington og Suður-Rhone koma vel út á listanum en það fer hins vegar lítið fyrir Bordeaux og Bourgogne. Cabernet-boltarnir frá Kaliforníu eru líka víðs fjarri í ár.
Við fyrstu sýn sýnist mér líka að það séu a.m.k. 3 vín á listanum sem fást að jafnaði í vínbúðinni minni og 1-2 til viðbótar sem fást í annarri búð niðri í miðbæ.
Vínin í sætum 10-6 verða tilkynnt á miðvikudag, sæti 5-2 á fimmtudag og vín ársins verður svo tilkynnt á föstudag!