Morgunblaðið greinir frá því í dag að árgangur 2009 á Ítalíu verði óvenju góður:
„Ítölsku vínþrúgurnar eru óvenju góðar í ár og er fastlega gert ráð fyrir því að árgangurinn 2009 verði góður en um leið verði framleiðslan lítil. Skýrist það af miklum hitum í sumar og miklu regni síðari hluta sumars.
Alls er talið að framleiðslan verði 44,5 hektólítrar, 4% minni heldur en spáð hafði verið. Í fyrra var framleiðslan 46,3 milljónir hektólítra.
Giuseppe Martelli, forseti samtaka ítalskra vínframleiðenda, segir að gæði vínsins séu einstaklega mikil í ár og þá sérstaklega í norður- og miðhluta landsins.“
Af www.mbl.is