Ég er að fara til Falun í næstu viku og verð því að kúldrast á hóteli eina vikuna enn. Ég á líka afmæli í næstu viku og við ákváðum að halda smá forveislu í kvöld. Okkur langar í góðan mat og gott vín! Ég er því búinn að setja lambahrygg í ofninn og taka fram Beringer Cabernet Sauvignon Private Reserve 2004. Það eru um 10 ár síðan ég smakkaði þetta vín síðast og því kominn tími á að endurnýja kynnin. Þetta vín fær 93 punkta hjá Wine Spectator og er búið að fá að liggja smá tíma í vínkælinum mínum. Eftirvæntingin er því töluverð…
Meira um það síðar!