Ég rölti inn í eina vínbúð í dag, ekki mína venjulega heldur búðina í miðbænum. Sú búð fær oft fleiri nýjungar en vínbúðin mín, og mig langaði að sjá hvort það væri eitthvað athyglisvert á boðstólum. Ég rakst þar á nokkur eintök af Tignanello 2006 á 499 SEK (rúmar 8.900 ISK). Ég var að velta fyrir mér að skella mér á eina eða tvær flöskur en ákvað svo að bíða aðeins. Ég er nefnilega á leiðinni til Berlínar á sunnudaginn og kannski rekst ég á eitthvað gott í þeirri ferð. Síðast þegar ég fór um terminal 2 á Arlanda sá ég m.a. Penfolds Bin 707 á rúmar 800 SEK og sá lengi eftir því að hafa ekki tekið eina flösku. Svo spillir ekki fyrir að helsta verslunarmiðstöð Berlínar er beint fyrir utan hótelið mitt og kannski er eitthvað áhugavert að finna þar. Ef ég sé ekkert spennandi í ferðinni þá skelli ég mér líklega á 1-2 eintök af Tignanello…