Ný rannsókn hefur sýnt fram á að vínunnendur stunda ekki bara glasalyftingar, heldur eru þeir líklegri til að stunda reglulega líkams- og heilsurækt en bindindisfólk! Þetta kemur fram í grein sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins American Journal of Health Promotion. Hingað til hefur því verið haldið fram (og sýnt fram á) að áfengis- og tóbaksneytendur séu síður líklegri til að stunda líkamsrækt og hafa óhollara mataræði en bindindisfólk. Þessi rannsókn sýnir hins vegar fram á hið gagnstæða, og tekur undir með mörgum öðrum rannsóknum að hófleg áfengisneysla er í raun hollari en algjört bindindi.
Vínsíðan hvetur eftir sem áður til hóflegrar áfengisneyslu og bendir á að óhófleg áfengisneysla getur verið skaðleg heilsunni.