Loksins er þessari Falun-törn lokið í bili – 3 vikur af síðustu 4 hef ég kúldrast uppi á kvistherbergi (les. hótelherbergi) og látið mér leiðast. Nú er því lokið í bili, næsta ferð er ekki fyrr en í Október. Við fórum að versla í dag og ég kíkti í vínbúðina mína og sá þá ýmislegt áhugavert. Þar var m.a. Château Palmer 2005 og Château Cos d’Estournel 2005. Þessi seinni var ákaflega freistandi, enda kemur hún úr hinum stórkostlega 2005-árgangi í Bordeaux, sem er einn sá besti sem sögur fara af! Hún fékk líka 98 punkta hjá Wine Spectator…
Vínkælirinn minn lítur betur út núna…