Vígin falla hvert af öðru – meira að segja Beringer er farinn að framleiða kassavín! Ég fékk ábendingu um að nú væri Beringer Cabernet Sauvignon komið sem kassavín, reyndar aðeins fáanlegt sem sérlistavín hérna í Svíþjóð. Ég ákvað að panta mér einn kassa svona til að prófa, enda alltaf verið hrifinn af Beringer Cab og verið óhress með hversu lítið úrvalið er af amerískum cabernet hér í systembolaget.
Ég datt svo inn á síðu sem heitir vinguiden.com, sænsk síða sem meira að segja býður upp á að sjá um að senda inn pöntun fyrir þig: Þú pantar það sem þú vilt og sækir svo nokkrum dögum síðar í vínbúðinni þinni! Það er heldur enginn aukakostnaður sem fylgir þessu…