Það hefur verið frekar rólegt í vínsmökkunum undanfarna daga. Um síðustu helgi buðum við þó í grill og elduðum lambalæri. Með þessu drukkum við Basilisk 2007, blanda af Shiraz og Mourvédre frá hinum ástralska McPherson. Unglegt vín með angan af berjum, eik, kaffi og kryddjurtum ásamt vott af lakkrís, ávaxtaríkt í munni, nokkuð eikað og sæmilegt eftirbragð – fellur vel með grilluðu lambalæri!