Á laugardaginn kemur Keizarinn yfir og við ætlum að elda hreindýr með innbökuðu rótargrænmeti og ýmsu öðru góðgæti, fáum eplaköku á hvolfi og drekkum góð rauðvín – Ornellaia 2002 og sennilega eina Rosemount Traditional. Ég væri líka til í að kaupa eina Tokaj með eplakökunni. Í næstu viku fer ég svo til Falun og þá reikna ég ekki með miklum vínrannsóknum en næ kannski að snara saman einum og einum fróðleiksmola.