Átt þú einhverja sérstaka vínflösku inni í skápnum þínum? Ertu að bíða eftir rétta tækifærinu til þess?
Ef svo er, þá er rétta tækifærið þann 28. febrúar n.k.!
Fyrir rúmum áratug síðan ákváðu vínskríbentar á Wall Strett að gefa vínáhugamönnum tækifæri á að opna flöskuna sem þeir hafa verið að geyma svo lengi en aldrei lagt í að opna, eða tækifærið aldrei gefist. Þetta hefur síðan orðið að hefð, og laugardaginn 28. febrúar n.k. er „Open That Bottle Night“ eða „Opnaðu flöskuna“-kvöldið!
Ég á 2-3 flöskur inni í skáp sem ég er að velta fyrir mér hvenær ég eigi að opna, og ég ætla að láta slag standa og opna Tenuta dell’Ornellaia Bolgheri Superiore Ornellaia 2002 laugardaginn 28. febrúar.
Ég hvet lesendur til að gera slíkt hið sama og opna einhverja góða flösku þetta kvöld – einkum ef þið eigið flösku sem þið hafið verið að bíða eftir að geta opnað.
Látið mig vita hvernig fer!