Hvað er eiginlega þetta Digg?
Jú, það er tól til að láta aðra vita af áhugaverðum stöðum á netinu. Ef maður les áhugaverða grein getur maður „diggað“ greinina. Til þess að geta diggað verður maður þó að vera skráður „Diggari“.
Prófið að kíkja á þetta – þið sjáið kannski eitthvað áhugavert sem þið hefðuð annars ekki fundið. Um leið gefið þið mér ákveðið feedback yfir það hvort ykkur líkar við greinina.