Hófleg víndrykkja getur dregið úr hættu á getuleysi hjá körlum, skv. nýlegri rannsókn, sem vísindamenn við University of West Australia unnu að. Samkvæmt rannsókninni var getuleysi á meðal karla sem drekka vín reglulega ekki jafn algengt og á meðal þeirra sem ekki drekka vín. Munurinn er um 25% víndrykkjumönnum í hag.
Þetta á þó aðeins við um þá sem drekka vín reglulega og í hófi. Það er vel þekkt að óhófleg áfengisneysla eykur hættu á getuleysi og dregur auk þess mjög úr bólfiminni. Þá hefur óhófleg áfengisneysla ýmis önnur skaðleg áhrif.