„It was the best of times, it was the worst of times…“ sagði Dickens í A tale of two cities. Já, það eru víst sannkallaðir krepputímar núna og því ekki á hverjum degi að maður opnar kælinn til að fá sér góðan vínsopa. Á þessum tímum grípur maður því til kreppuvína. Eitt slíkt er Concha y Toro Carmenére Cabernet Sauvignon Reserve. Það tilheyrir engum árgangi heldur er það aðeins venjulegt kassavín. Þó ekki verra en svo að það er „kassavínið mitt“ um þessar mundir. Það er þokkalega dökkt líkt og önnur vín gerð úr þessum þrúgum. Lyktin kannski ekki mjög aðlaðandi – pínulítið súr ávaxtalykt með vott av vanillu. Í munni ekki mjög tannískt og sýran kannski full mikil og því pínulítið ójafnvægi en þokkalegasta eftirbragð gerir að vínið er sæmilega drekkandi svona í miðri viku eða þegar maður tímir ekki að opna neitt annað betra. Það er líka tilvalið að fá sér eitt glas með boltanum og hæfir vel með leiknum sem ég er að fylgjast með núna – Southend gegn Chelsea. Southend náði nokkuð óvænt jafntefli á útivelli í fyrri leiknum og verðlaunast með leik á heimavelli gegn stjörnum prýddu liði Chelski. Það leynir sér svo sem ekki þegar maður horfir á leikinn að gestirnir hafa nokkuð hærra vikukaup og fara betur með boltann, en samt er það nú Southend sem er yfir 1-0, skoruðu úr eina færi sínu hingað til. Áfram Southend!