Ég ákvað að fara í aðra vínbúð en hverfisbúðina mína, enda á leið í vínsmökkun hjá Dr. Leifssyni.
Ég fann þar tvær flöskur sem ég ákvað að taka með heim. Sondraia 2005 kemur frá Toscana, framleiðandinn heitir Poggio al Tesoro og ég hef aldrei heyrt á hann minnst. Þetta er vín í Bordeaux-stíl, 65% Cabernet sauvignon, 25% Merlot og 10% Cabernet franc. Það fær ágætis dóma á Cellartracker.com en þarfnast líklega smá geymslu og fær því að bíða betri tíma í kælinum.
Síðan keypti ég Michel Picard Chassagne-Montrachet 2006 og það ætla ég að prófa í kvöld. Þetta er hefðbundinn búrgúndari og því hreinn Pinot Noir. Segi meira frá því eftir smökkunina.