Sænsk-Íslenski vínklúbburinn hélt fund heima hjá mér í vikunni og prófaði nokkur vín. Ber þar hæst vín sem ég bauð upp á: Bodegas Ramón Bilbao Rioja Crianza 2005.
Þemað var að allir komu með vín sem þeir vildu kynna fyrir klúbbmeðlimum. Ég var ekki viss um hvað ég ætti að taka og ákvað að fletta upp í Wine Spectator þar sem bent var á góð evrópsk kaup. Það var svo sem ekki mikið á þeim lista sem var fáanlegt í hverfisbúðinni minni en ég fann þó þennan spánverja sem kostar ekki nema 70 SEK.
Vínið er nokkuð dökkt, unglegt og með þokkalega dýpt. Angan af súkkulaði, leðri og hvítum pipar. Tannínin nokkuð þétt, góð sýra, kryddað ávaxtabragð og góð fylling. Þétt og gott vín en ekki mjög langt eftirbragð. Við gáfum víninu 8,0 – frábær kaup, og Wine Spectator gefur þessu víni 88 punkta.
Mæli eindregið með þessu víni!