Ekki hjá mér heldur Wine Spectator.
Já, nú segja þeir að tvö hundruð þúsundasta vínsmakkið á vegum blaðsins muni brátt fara fram og líklega munu þeir gera sér einhvern mat úr því. Til að fagna þessu hafa þeir þó ákveðið að opna aðgang að öllum víndómum sínum fram til 1. október n.k. Maður þarf bara að skrá sig á síðunni til að fá fullan aðgang.
Ég notaði tækifærið til að skoða hvað innihaldið í vínskápnum mínum fær í einkunn:
- Penfolds St. Henri 2002 fær 93 punkta
- Penfolds St. Henri 2004 fær 90 punkta
- Tignanello 2005 fær 92 punkta
- Beringer Cabernet Sauvignon Private Reserve 2004 fær 93 punkta
- Tenuta dell’Ornellaia Bolgheri Superiore Ornellaia 2002 fær 90 punkta
- Purple Angel 2005 fær 91 punkt.
- Markus Molitor Riesling Auslese** Sonnenuhr 2005 fær 97 punkta! (fæ 3 flöskur á morgun!)
Sem sagt margt gott að hlakka til!