Ungverjar og Slóvakar deila nú um Tokaj-vín, nánar tiltekið hvaða vín megi kalla Tokaj. Tokaj-héraðið liggur á landamærum Ungverjalands og Slóvakíu, en stærsti hlutinn þó innan Ungverjalands. Nú vilja Slóvakar stækka héraðið til að auka eigin framleiðslu en það eru Ungverjar auðvitað ekki sáttir við. Þeir telja að slóvakísku vínin séu ekki jafn góð og þau ungversku og að stækkun héraðsins muni hafa neikvæð áhrif á Tokaj-vín. Slóvakar telja auðvitað að sín vín standi jafnfætis hinum ungversku, en máli sínu til stuðnings segja Ungverjar að gott Tokaj-vín þurfi að vera a.m.k. 4 puttonyos en slóvakísk vín séu fæst meira en 2 puttonyos.
Puttonyos er mælikvarði á sykurinnihaldið og er skilgreint skv. eftirfarandi töflu:
- 3 puttonyos – 60 g/L hið minnsta
- 4 puttonyos – 90 g/L
- 5 puttonyos – 120 g/L
- 6 puttonyos – 150 g/L
- Aszú-Eszencia – 180 g/L
- Eszencia – >450 g/L
Að mínu mati þarf gott Tokaj að vera 5 puttonyos hið minnsta og skv. því styð ég málstað Ungverja!