Í gærkvöldi grillaði ég entrecote og með því drukkum við tvær flöskur frá sama framleiðanda, Chateau de Seguin. Fyrst drukkum við 2006 árganginn af því sem heitir einfaldlega Chateau de Seguin, unglegt með angan af eik og sólberjum, frísklegt en fyllingin heldur rýr. Þokkalegt vín fyrir 89 krónur sænskar. Síðan drukkum við Chateau de Seguin Cuveé Prestige 2005, nokkuð fínna vín frá þessum framleiðanda sem er í Bordeaux supérieur. Það kostar 119 krónur sænskar en það leynir sér ekki að þar er betra vín á ferðinni. Þéttur ilmur af eik, sólberjum og plómum, en einnig örlar á súkkulaði. Frísklegt en með góða fyllingu og gott eftirbragð sem heldur sér vel.