Við förum til Íslands nú á laugardaginn og verðum á landinu í 2 vikur. Hef ekki komið til Íslands í 1½ ár og orðinn nokkuð óþreyjufullur (hef hins vegar náð að komast til Noregs, Þýskalands, Ítalíu, Spánar, Grikklands og Bandaríkjanna í millitíðinni). Reikna meira að segja með að komast á fund í Vínklúbbnum og hlakka mikið til þess.