Ég hef nú ákveðið að vín ársins 2007 hjá Vínsíðunni sé hið stórkostlega Markus Molitor Wehlener Sonnenuhr Riesling Auslese** 2005 (sjá umsögn annars staðar á síðunni). Ég gaf víninu 9,5 í einkunn og það hlaut 97 stig hjá Wine Spectator. Það besta er svo að vínið kostaði ekki nema rúmar 250 krónur sænskar (u.þ.b. 2.500 ISK) sem er ekki neitt fyrir svona gott vín.