Eitthvað virðist uppfærsla Vínsíðunnar dragast á langinn. Af þessum sökum hefur lítið verið skrifað á síðuna að undanfarið en vonandi get ég tekið upp þráðinn sem fyrst. Þó er hægt að geta þess að í gærkvöldi fórum við út að borða á veitingastaðnum Wermlandskällar´n sem er einn besti veitingastaðurinn hér í Uppsölum. Við fengum s.k. smakkmatseðil (avsmaksmeny), þ.e. við fengum 2 forrétti, 2 aðalrétti og 2 eftirrétti, og sérvalið vín fylgdi hverjum rétti. Þetta reyndist allt saman vera feiknalega gott og óhætt að mæla með þessum stað. Meira um það síðar.
Val á víni ársins er nánast lokið og verður greint frá valinu í næstu viku.